Hulduheimur

Kvenmenn eru æðra kynið!!!

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

::14 mánuðir::

Vá... vá...vá.... ég er búin að vera edrú í 14 mánuði!!!!!! Sá merkisdagur var 28.nóvember, og ég fattaði það ekki fyrr en að dagurinn var að verða búinn. Suss hvað þetta er fljótt að líða, en stolt er ég af sjálfri mér og er edrúmennskan með því betra sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þarf ég ekki að fara að breyta þessari síðu eitthvað...hmm.... ég er ekki frá því að það sé kominn tími á nýtt lúkk. Hvað finnst ykkur?

:: Kanski að það fari eitthvað að gerast núna::


Hvar skal byrja........ Það er eiginlega alltaf þetta same old, same old dæmi í gangi hjá manni. Ég var heima með skvísunni minni í dag, fékk H.B til að vinna fyrir mig á Sírópinu. Það er líka alveg spurning hvort að maður sé búin að vera að keyra sig í kaf undanfarið í vinnu. En þjóðfélagið er bara ekki að bjóða manni upp á neitt annað en að púla og púla.... og það fyrir smáaura. hehe.. smá grín. Hún dóttir mín er orðin svo stór að það er hætt að vera fyndið. Hérna er mynd af henni og merinni hennar. Báðar með ljósa lokka og sonna...... En annars er það helst í fréttum að það er ball á café Síróp annaðkveld ........ stuð og stemning... og allir að mæta........... er samt ekki viss um að ég mæti, verð kanski bara að baka fram á nótt.