::Aðventan mætt á svæðið bara::

Jæja... þá er það að fara að koma sér í jólaskap. Mín búin að baka þrjár tegundir af smákökum og komin af stað í jólahreingerningunni, aðventuljósið komið út í glugga og allt að verða kreisí... Ég segi nú bara svona... er bara frekar róleg yfir þessu öllu saman. Sara er að fara að syngja í aðventumessunni á eftir með skólakórnum, þannig að mín ætlar að vera flott á'ðí og mæta í messu svona til tilbreytingar bara. Annars er ég byrjuð að versla jólagjafir, ekkert verra að vera svolítið snemma að þessu. Annars ætla ég að hafa þetta gott í bili bara....
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim