Hulduheimur

Kvenmenn eru æðra kynið!!!

þriðjudagur, janúar 01, 2008

::Gleðilegt nýtt ár::

Mér gekk eitthvað illa að senda sms á fólk í gær, þannig að ég segi bara Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

Ég fór á brennuna í gær með hana Söru mína, og það er greinilega of langt síðan ég hef farið á þessa blessuðu brennu... spurning að fara að venja sig á að fara á hverju ári bara. Svo var horft á skaupið, og fannst mér það vera tímasóun því ekki fannst mér nú mikið varið í það. Svo fórum við upp í refagirðingu að skjóta upp. Töff að vera þar að skjóta upp... og svo er útsýnið frábært þaðan. Þegar búið var að skjóta upp og sonna, lá leiðin á Café Síróp. Þangað mætti fjöldi manns og var bara góð stemma á liðinu. Svo fórum við á rúntinn og skelltum okkur svo á ballið. Þetta var fínt band, og mikið stuð á flestum þarna inni en sumir höguðu sér eins og fífl. Og þér er ég mest að meina eina fullorðna manneskju. Eftir ballið vorum við mest á rúntinum bara.. kíktum í tvö teiti sem voru fremar slöpp, og svo meiri rúntur. Svo skreið ég heim klukkan rúmlega átta í morgun. Að mestu leiti var þetta mjög svo skemmtilegt. Bið að heilsa í bili.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim