Hulduheimur

Kvenmenn eru æðra kynið!!!

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Áfram svo...

Fyrsti dagurinn hjá Glax group afstaðinn, og gekk bara vel. Eins og þið vitið að þá getur fyrsti dagurinn oft verið svolítið stressandi! Vorum hérna þrjár, ég, Aldís og Freyja. En nú er Freyja stungin af út í buskann, þannig að það verðum við systurnar sem að verðum við símann! Sem er bara kúl! En ég fann hérna ljóð sem að meikar hellings sens... um að gera að lesa það.



Sáluhjálp
Ef á botninn er komið er ekki allt búið
og þó svo að hjartað sé afar lúið.
Ekki neitt af þessu verður flúið
en lagað getur ef blaðinu er við snúið.
Ekki skaltu láta við slag standa
þó svo eigir þú í meiriháttar vanda.
Stattu upp og berðust fyrir máli þínu
því þá drepst það í blóði sínu.
Ferð þín verður erfið, ljót og ströng
og ekki heldur stutt heldur löng.
Aldrei skaltu samt nota ofbeldi
þó svo hetjur kæmu og það þér seldi.
Líttu aldrei vonsvikinn til baka
því þá þarftu sko að svara til saka.
Spýttu í lófanna og berðu frá þér
gerðu það vel svo sérhver maður það sér.
Hlustaðu ekki á boð né nein bönn
heldur kýldu úr þeim hverja tönn.
Traðkaðu ofan á allt og öllum
og betra væri það með skaðræðisköllum.
Hristu vandamálin af þínum öxlum
þó þú þurfi að fórna einum,tveim jöxlum.
Það bjargar enginn þér nema þú sjálfur
hvort sem þú sért heil eða hálfur.
Aldrei skaltu hættu að blása til sókna
jafnvel þó svo sál þín sé að krókna.
Ekki sökkva neðst niður í djúpinn
og hristu af þér afneitunarhjúpinn.
Þú skalt ekki yfir neinu þegja
heldur opna þig og frá öllu segja.
Oft stutt er heimsins dvöl
hjá mönnum sem í huga sínum geyma kvöl.
Lífið hefur svo margt upp á að bjóða
og ferðast áttu eftir til ófundna slóða.
Þú veist svo vel hvað þú getur
og alltaf getur þú gert en betur.
Batann finnur þú svo sirka
þegar hugurinn þinn er farinn að virka.
Gleði þína þarftu svo að virkja
og um leið sjálfann þig styrkja.

Þursi
1981-
Mér finnst þetta ljóð alveg magnað. Og eins og þið sjáið kanski... að þá er ég að reyna að taka mig á í blogginu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim