::plönin ekki alveg að standast::
Jájá ... Maður er alltaf að plana að gera hitt og þetta. Til dæmis, að þá ætlaði ég að vera svooooo dugleg í dag og í gær... fara á fætur klukkan 06:00 og fara í tæbó og gera magaæfingar og sonna, en ekki stóðst það nú. Jæja skítt með það, reyni bara aftur á morgun . 
En jæja, svo er ég með þrjár lopapeysur í vinnslu eins og er, og það er spurning um að fara að reyna að klára þær.(eða allavegana eina)
Fjarnámið byrjar svo á mánudaginn, þannig að maður verður að vera duglegur að læra. Búin að borga fyrir skólann... og var svo heppin að fá skólabækurnar lánaðar á bókasafninu. Sparast smá aur við það.
Ball...ball...ball! Já ég er svei mér þá að spá í að skella mér bara á ball. Og er stefnan sett á Ásbyrgi. Þar verður "hljómsveit Eyþórs"(hver sem það nú er) en ég hef heyrt að þeir spili gjörsamlega ALLT þannig að það hlómar vel. Dans á rósum er í Víðihlíð, og ég veit heldur ekki hvaða hljómsveit það er. En skvísu-hittingur skal það vera um helgina... og ég segi bara "Allir á ball"
Nú ætla ég að nota tímann í vinnunni og prjóna !
Meira síðar

En jæja, svo er ég með þrjár lopapeysur í vinnslu eins og er, og það er spurning um að fara að reyna að klára þær.(eða allavegana eina)
Fjarnámið byrjar svo á mánudaginn, þannig að maður verður að vera duglegur að læra. Búin að borga fyrir skólann... og var svo heppin að fá skólabækurnar lánaðar á bókasafninu. Sparast smá aur við það.
Ball...ball...ball! Já ég er svei mér þá að spá í að skella mér bara á ball. Og er stefnan sett á Ásbyrgi. Þar verður "hljómsveit Eyþórs"(hver sem það nú er) en ég hef heyrt að þeir spili gjörsamlega ALLT þannig að það hlómar vel. Dans á rósum er í Víðihlíð, og ég veit heldur ekki hvaða hljómsveit það er. En skvísu-hittingur skal það vera um helgina... og ég segi bara "Allir á ball"
Nú ætla ég að nota tímann í vinnunni og prjóna !
Meira síðar
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim