::komin í klandur::
Hvað haldiði að ég hafi látið gabba mig út í.... jújú, er að fara að spila á klarinett fyrir eitthvað fólk. Fæ reyndar eitthvað fyrir það, en málið er bara að ég er einfaldlega ekki í neinni þjálfun. Svo plús það hvað ég verð alltaf rosalega stressuð og hér um bil missi andann,
þá er mjög flókið að spila á blásturshljóðfæri... ef að maður missi andann það er að segja. Kanski að ég ætti að reyna að plata hana Sigrúnu frænku með í þetta gigg.. þá er ég allavegana ekki ein að spila, og það er bara kúl að taka dúett. Vantar samt einhverjar hugmyndir um lög ... anyone ???????

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim