::Designated driver ... once again::
Ég fór í matarboð í gær, og það var ótrúlega gaman. Við æfðum lagið hennar Sveinu í leiðinni, pínu trikkí lag sko... fyrir bakraddirnar allavegana. En ég held samt að þetta muni verða rosa flott hjá Sveinu. Hmmmm.... tókum líka nokkra hringi í popp punkt... sumir vissu meira en aðrir... hmmmmm. Asnalegar spurningar í þessu spili. Kíktum í félagsheimilið í smá stund, og svo var ég fengin til þess að keyra á ball á Blönduósi. Kom ekki heim fyrr en um hálf fimm í morgun, og var komin á fætur rétt fyrir tíu. Úff... jájá það varð bara að vera svo, því að ég er að fara að spila í messu..... og jebbs.... fékk hana Sigrúnu til að koma og spila með mér. Svo förum við bara í heimsreisu og verðum frægar... hehehehehehehe.... ég er alveg viss um það!!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim